
Egill Gillz Einarsson er mættur til Parísar til að fylgjast með leik Íslands og Austurríkis. Hann er mjög mjög sigurviss fyrir leikinn í kvöld.
„Við erum 100% að fara áfram. Við vinnum þetta 2-0 í dag," sagði Egill við Fótbolta.net í París í dag.
„Ég hitti Austurríkismenn í gær sem voru mjög hrokafullir. Þeir eru öruggir að þeir séu að fara að loka litla Íslandi í dag en þeir munu fá ullarsokk."
„Við erum 100% að fara áfram. Við vinnum þetta 2-0 í dag," sagði Egill við Fótbolta.net í París í dag.
„Ég hitti Austurríkismenn í gær sem voru mjög hrokafullir. Þeir eru öruggir að þeir séu að fara að loka litla Íslandi í dag en þeir munu fá ullarsokk."
„Þetta eru strákar sem eru með alvöru pung. Þegar okkur er stillt upp við vegg þá delivera þeir. Þeir elska svona móment."
„Þetta hefur verið of þægilegt. Ég fagnaði því þegar við fengum mark á okkur á 88. mínútu í síðasta leik. Við lokum þessu í dag."
Egill hitti Dele Alli, leikmann Englands, í gær og hann vonast til að Ísland mæti Íslandi í 16-liða úrslitunum. „Við vinnum England 100%. Við fáum þá í Nice á mánudaginn," sagði Gillz.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni. Þar segir Gillz meðal annars frá treyjunni sem hann verður í á eftir.
Athugasemdir