Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. júní 2021 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ég er hættur að skilja þetta"
Nikolaj Hansen
Nikolaj Hansen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markinu í gær fagnað.
Markinu í gær fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nikolaj Hansen skoraði sitt áttunda mark í sumar í gær þegar hann skoraði eina mark Víkings í 1-1 jafntefli gegn KR. Nikolaj er áfram markahæsti leikmaður deildarinnar.

Nikolaj skoraði eitt mark í deildinni í fyrra, fjögur tímabilið 2019 og sex tímabilið 2018. Rætt var um Nikolaj í Innkastinu sem tekið var upp eftir leiki umferðarinnar. Þeir Elvar Geir Magnússon, Ingólfur Sigurðsson og Tómas Þór Þórðarson fóru yfir það helsta úr umferðinnni.

„Nikolaj Hansen markahæstur í deildinni, ég er hættur að skilja þetta, hann ætlar ekkert að hætta að skora, það er bara þannig," sagði Elvar.

„Hann er bara orðinn einn að bestu framherjunum í þessari deild. Það er ekkert sérstaklega flókið, einhvern veginn þegar liðið fór að spila á vissan hátt minni sóknarleik þá hefur hann fengið betri færi. Fyrir utan hvað hann er lúsiðinn og hefur sjálfur bætt sig. Ég veit alveg um Víkinga sem vildu losa Nikolaj fyrir tímabilið."

„Það sem hefur vantað mikið er þetta 'link-up play' hann hefur verið lengi að losa sig við boltann en hann virðist vera nær því að vera tvítugur en hann hefur verið. Hann er að bæta sig á þessum aldri."

„Auðvitað myndiru taka Patrick Pedersen, ef þér myndi bjóðast einhver framherji fyrir Nikolaj í dag, en hvern annan myndiru taka?"
sagði Tómas.

„Eins og staðan er í dag þá er hann annar af tveimur eða þremur bestu framherjum deildarinnar," sagði Ingó.

„Það er ekki eins og hann hafi verið keyptur á fúlgur fjár, þetta er bara gæi sem bætti sig frá því í fyrra sem hlýtur að segja eitthvað um Arnar (Gunnlaugsson, þjálfara)," sagði Tómas.

„Hann var nánast orðinn hálf ósýnilegur í Víkinni en er með hálfgert 'comeback'. Hann kom frá Val sem mjög lofandi framherji og það er heilmikið í hann spunnið," sagði Ingó.

Nikolaj er 28 ára Dani sem gekk í raðir Víkings frá Val. Hann kom fyrst á láni til Víkings í sumarglugganum 2017 en skipti svo yfir eftir tímabilið.

Hlusta má á þáttinn hér að neðan.
Innkastið - Logi látinn fjúka og víti fara forgörðum
Athugasemdir
banner
banner
banner