Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   lau 22. júní 2024 22:33
Haraldur Örn Haraldsson
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Pálmi Rafn Pálmason stýrði KR gegn Víking í kvöld þar sem nýlega var aðalþjálfari liðsins Gregg Ryder látinn fara. Ekki er víst hversu lengi Pálmi verður við stjórnvöldin en liðið hans gerði 1-1 jafntefli við Víkingar í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 KR

„Ég er bara ánægður. Miðað við frammistöðuna okkar upp á síðkastið þá var kannski ekki reiknað með að við værum að fara sækja mikið hingað. Þannig að ég get ekki verið annað en sáttur með að ná í stig."

KR var lítið með boltan í leiknum og vörðust mikið. Þetta leikskipulag hefur ekki sést mikið á KR á þessu tímabili en þeir virkuðu sterkir í þessu.

„Það vissulega sást í dag að það er styrkleiki (að verjast djúpt) þeir gerðu þetta mjög vel strákarnir. En þetta var svo sem bara leikkerfi, og nálgun á þennan leik sem við ákváðum að gera. Við erum að koma á einn erfiðasta útivöll á landinu, þá þurftum við kannski aðeins að þétta raðirnar. Við höfum verið að fá á okkur of mikið af mörkum. Þannig að við þurftum að þétta raðirnar og ákváðum að gera þetta svona í þetta skiptið. Það gekk ágætlega, við fengum þó mark á okkur en við náðum í stigið og það er bara kærkomið fyrir okkur."

Pálmi var aðstoðarþjálfari Gregg Ryder og það hefur ekki verið gefið út hvort Pálmi sé líklegur til að fá aðalþjálfara starfið til lengdar. Pálmi er hinsvegar mikill KR-ingur og myndi ekki segja nei ef það myndi bjóðast.

„Þetta er starf sem er eitt stærsta þjálfarastarfið á landinu. Ég er auðvitað ungur, eða ungur? Sennilega ekkert ungur en ég er óreyndur. Ég væri klárlega til í að taka við liðinu, svo bara kemur í ljós hvað stjórnin vill. Við ætluðum að taka þennan leik og svo ætluðum við að skoða málin. Þannig að við sjáum til. Ég held ég hafi ekki sagt nei hingað til við KR og það er ólíklegt að ég myndi segja nei ef það kæmið boð."

Samstarf Pálma og Gregg Ryder var gott samkvæmt Pálma en það gæti þó verið að hann geri einhverjar breytingar á leikstíl liðsins.

„Samstarf okkar var mjög farsælt. Gregg er bara orðinn mjög góður vinur minn, og frábær manneskja. Hrikalega leiðinlegt að hann hafi þurft að taka höggið á þessu, svona er fótboltinn hann er 'brutal'. Ég auðvitað sé fótbolta á einhvern ákveðin hátt hvort að ég nái að koma því inn til leikmanna, og til liðsins eða ekki. Það verður bara að koma í ljós ef ég tek við liðinu. Það eru auðvitað einhverjar áherslubreytingar á milli þjálfara. En auðvitað er ég bara búinn að vera vinna með honum að þessu og á hlut af máli í hversu slök frammistaðan er búin að vera hjá okkur undanfarið. Þannig ég þarf náttúrulega heldur betur að spíta í lófana sjálfur."

Bæði Pálmi og Axel Óskar sem var einnig í viðtali eftir leik tala mjög vel um Gregg Ryder og þeim þykir ekkei beint sanngjarnt hvernig umræðan hefur verið um hann í fjölmiðlum.

„Auðvitað er frábært að það er öll þessi umfjöllun um deildina, ekki misskilja mig, það er geggjað að það sé svona mikil umfjöllun. En sannleikskornin mættu vera fleiri á ferðinni. Hvar hann var í röðinni í þjálfara kaplinum hjá KR var bara orðinn einhver brandari. Ég held að menn hafi ekki alveg verið með hlutina á hreinu þar til dæmis. Hann er bara frábær manneskja og góður þjálfari, þetta var bara verkefni sem klikkaði hjá okkur öllum. Ekki honum bara, við eigum allir hlut í máli. Fótbolti er bara þannig að það er einhver einn sem þarf alltaf að taka höggið þegar að illa gengur, það er bara eins leiðinlegt og það er. Ég vona að hann verði snöggur að finna sér nýtt starf, ég efast ekkert um Gregg sem þjálfara."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner