Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
banner
   lau 22. júní 2024 23:19
Sölvi Haraldsson
Roberto Martínez: Ronaldo var heppinn - Þetta er áhyggjuefni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Roberto Martínez, þjálfari Portúgals, sagði að Cristiano Ronaldo væri heppinn að þeir sem hlupu inn á völlinn í leik Portúgals og Tyrklands í dag í átt að Cristiano Ronaldo gerðu það með góðum tilgangi en ekki neikvæðum tilgangi.


Þetta er áhyggjuefni. Þetta er áhyggjuefni því í dag vorum við heppin að tilgangurinn var góður hjá stuðningsmönnunum sem hlupu inn á völlinn.“ sagði Roberto Martínez á blaðamannafundi eftir leikinn gegn Tyrkjum í dag.

Það fór líklega ekki framhjá neinum sem horfðu á leik Portúgals og Tyrklands í dag að það voru stuðningsmenn sem hlupu inn á völlinn til þess að fá myndir af sér með stórstjörnunni Cristiano Ronaldo. Roberto Martínez, þjálfari Portúgalska landsliðsins segir að þetta eigi ekki að gerast í miðjum leik á fótboltavelli þar sem öryggisgæslan er mikil. 

Þetta á ekki að gerast á fótboltavelli. Það er mikil öryggisgæsla á þessum leikjum svo ég held að þetta ætti ekki að gerast aftur. Við ættum líklega að senda út skilaboð til stuðningsfólksins - þetta er ekki rétta leiðin til að styðja liðið.“ sagði Roberto Marinez.

Hann kemur svo einnig inn á það að öryggi leikmanna skiptir öllu máli og að engin fær neitt út úr því við að hlaupa inn á völlinn.

Ef þú hleypur inn á ert þú ekki að fara að fá neitt út úr því. Þetta er heldur ekki gott fyrir leikmennina að fá hlaupandi áhorfanda til sín í miðjum leik.“ sagði Roberto Martínez að lokum varðandi þetta mál.


Athugasemdir
banner
banner
banner