Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 22. júlí 2020 23:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Verkefni í gangi út á Grenivík og erum allir á sama máli með það"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er alltaf svekktur að tapa en ég er ánægður með vinnusemi strákanna. Við ætluðum að sækja eftir að þeir komust yfir og þá er alltaf hætta að fá það í andlitið þegar þeir eru með svona hraða frammi, ákvaðum það frekar en að liggja til baka," sagði Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna, eftir tap gegn Þór í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 3 -  0 Magni

Magni er í botnsæti Lengjudeildarinnar án stiga eftir sjö umferðir. Liðið hefur einungis skorað þrjú mörk til þessa á leiktíðinni. Hvað sagði Sveinn við sína leikmenn eftir leikinn?

„Í fyrsta lagi þá eru framfarir á liðinu í síðustu tveimur leikjum. Við vorum flottir gegn Leikni Reykjavík, svekkjandi að fá ekki neitt út úr því. [Í öðru lagi:] Hver er munurinn á liðunum í dag? Mér fannst ekki vera mikill munur. Auðvitað er hætta þegar við færum okkur framar en eg er stoltur af strákunum. Við erum með verkefni í gangi út á Grenivík og erum allir á sama mála með það og við verðum að hafa trú á þessu."

Sveinn var svo spurður út í næsta leik og hvort honum hafi fundist staðan, 1-0 fyrir Þór í hálfleik, verið sanngjarna miðað við leikinn til þessa. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner