
„Ég er alltaf svekktur að tapa en ég er ánægður með vinnusemi strákanna. Við ætluðum að sækja eftir að þeir komust yfir og þá er alltaf hætta að fá það í andlitið þegar þeir eru með svona hraða frammi, ákvaðum það frekar en að liggja til baka," sagði Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna, eftir tap gegn Þór í kvöld.
Lestu um leikinn: Þór 3 - 0 Magni
Magni er í botnsæti Lengjudeildarinnar án stiga eftir sjö umferðir. Liðið hefur einungis skorað þrjú mörk til þessa á leiktíðinni. Hvað sagði Sveinn við sína leikmenn eftir leikinn?
„Í fyrsta lagi þá eru framfarir á liðinu í síðustu tveimur leikjum. Við vorum flottir gegn Leikni Reykjavík, svekkjandi að fá ekki neitt út úr því. [Í öðru lagi:] Hver er munurinn á liðunum í dag? Mér fannst ekki vera mikill munur. Auðvitað er hætta þegar við færum okkur framar en eg er stoltur af strákunum. Við erum með verkefni í gangi út á Grenivík og erum allir á sama mála með það og við verðum að hafa trú á þessu."
Sveinn var svo spurður út í næsta leik og hvort honum hafi fundist staðan, 1-0 fyrir Þór í hálfleik, verið sanngjarna miðað við leikinn til þessa. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir