Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 22. júlí 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Best í 11. umferð: Skoraði tvö og var örugg varnarlega
Heiðdís Lillýardóttir (Breiðablik)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann 7-2 sigur á ÍBV á þriðjudag. Miðvörðurinn Heiðdís Lillýardóttir skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og var valin best í leiknum hér á Fótbolti.net. Hún var besti leikmaður 11. umferðar í Pepsi Max-deild kvenna.

„Verð að velja hana mann leiksins. Átti mjög góðan leik, skoraði tvö mörk og var alltaf hættuleg í hornspyrnum Blika. Örugg varnarlega líka," skrifaði Helga Katrín Jónsdóttir í skýrsluna en Helga textalýsti leiknum.

Fyrra mark Heiðdísar skoraði hún á 5. mínútu og það seinna á 33. mínútu. Bæði mörkin komu eftir hornspyrnu frá Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur.

Heiðdís er í liði umferðarinnar og er það í annað sinn í sumar sem hún er valin í úrvalsliðið.

Sjá einnig:
Úrvalslið elleftu umferðar

Domino's gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Pepsi Max-deild kvenna fær verðlaun frá Domino's í sumar.

Bestar í sumar:
1. umferð - Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
2. umferð - DB Pridham
3. umferð - Murielle Tiernan
4. umferð - Brenna Lovera
5. umferð - Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
6. umferð - Aerial Chavarin
7. umferð - Arna Sif Ásgrímsdóttir
8. umferð - Elín Metta Jensen
9. umferð - Amber Kristin Michel
10. umferð - Barbára Sól Gísladóttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner