Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   fim 22. júlí 2021 17:38
Ívan Guðjón Baldursson
Leeds fær Lewis Bate frá Chelsea (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Leeds United hefur fest kaup á táningnum Lewis Bate fyrir 1,5 milljón punda. Þessi upphæð getur hækkað verði ákveðnum skilyrðum mætt.

Bate er miðjumaður uppalinn hjá Chelsea sem vakti athygli á sér í varaliðadeildinni á síðustu leiktíð.

Hann var fyrirliði unglingaliðsins í úrslitaleik FA bikarsins 2020 og voru fleiri félög sem höfðu áhuga á honum.

Bate leist best á verkefnið hjá Leeds United og verður spennandi að sjá hvenær hann fær sitt fyrsta tækifæri með aðalliðinu.


Athugasemdir
banner
banner