Leeds United hefur fest kaup á táningnum Lewis Bate fyrir 1,5 milljón punda. Þessi upphæð getur hækkað verði ákveðnum skilyrðum mætt.
Bate er miðjumaður uppalinn hjá Chelsea sem vakti athygli á sér í varaliðadeildinni á síðustu leiktíð.
Hann var fyrirliði unglingaliðsins í úrslitaleik FA bikarsins 2020 og voru fleiri félög sem höfðu áhuga á honum.
Bate leist best á verkefnið hjá Leeds United og verður spennandi að sjá hvenær hann fær sitt fyrsta tækifæri með aðalliðinu.
Thank you, @ChelseaFC 💙 pic.twitter.com/uimEgnzGMf
— Lewis Bate (@LewBate) July 22, 2021
Athugasemdir