Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 22. júlí 2021 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ólympíuleikarnir í dag - Brasilía mætir Þýskalandi í risaslag
Pedri mætir á Ólympíuleikana.
Pedri mætir á Ólympíuleikana.
Mynd: EPA
Ásamt Richarlison.
Ásamt Richarlison.
Mynd: Getty Images
Ólympíuleikarnir í knattspyrnu hefjast í dag og er fyrsti leikur strax eftir tæpar tvær klukkustundir, klukkan 07:30.

Þar á Spánn leik við Egyptaland en Spánverjar eru með ansi sterkan leikmannahóp þar sem nokkrir eru áfram úr EM hópnum. Reglurnar á Ólympíuleikunum eru þannig að landsliðshópur samanstendur aðeins af leikmönnum 23 (fæddir 1997) og yngri með þremur undantekningum.

Unai Simon, Pau Torres, Eric Garcia, Pedri, Mikel Oyarzabal og Dani Olmo eru allir með Spánverjum ásamt hinum eldri Marco Asensio, Mikel Merino og Dani Ceballos.

Frakkland spilar svo við Mexíkó skömmu síðar en það vantar alla EM-fara í þann leikmannahóp. Hinn 35 ára gamli Andre-Pierre Gignac er með í för ásamt Florian Thauvin og Teji Savanier.

Það er mismunandi hversu sterka leikmannahópa hver þjóð sendir en Brasilía er með nokkur stór nöfn á meðan Argentína mætir til leiks án stjarna.

Stærsti leikur opnunardagsins er risaslagur Brasiíu gegn Þýskalandi. Bakvörðurinn reyndi Dani Alves ber fyrirliðaband Brasilíu á mótinu en í hópnum má finna menn á borð við RIcharlison, Gabriel Martinelli, Malcom og Douglas Luiz.

Þjóðverjar eru ekki alveg jafn sterkir en þó má finna Felix Uduokhai, Max Kruse og Maximilian Arnold í hópnum ásamt Nadiem Amiri og Benjamin Henrichs.

Fílabeinsströndin er í riðli með Brasilíu og Þýskalandi og mætir til leiks með Franck Kessie, Eric Bailly og Max Gradel. Það verður að teljast dauðariðillinn, þó Spánverjar og Argentínumenn eigi heldur ekki auðvelt verk fyrir höndum.

Leikir dagsins:
07:30 Egyptaland - Spánn
08:00 Mexíkó - Frakkland
08:00 Nýja-Sjáland - Suður-Kórea
08:30 Fílabeinsströndin - Sádí-Arabía
10:30 Argentína - Ástralía
11:00 Hondúras - Rúmenía
11:00 Japan - Suður-Afríka
11:30 Brasilía - Þýskaland (Rúv 2)
Athugasemdir
banner
banner
banner