Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 22. júlí 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag tjáir sig um Ronaldo og baulið á Maguire
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Harry Maguire, fyrirliði Manchester United.
Harry Maguire, fyrirliði Manchester United.
Mynd: EPA
Enn er ekkert nýtt að frétta af málum Cristiano Ronaldo sem er ekki með Manchester United á undirbúningstímabilinu, af persónulegum ástæðum. Ronaldo vill spila í Meistaradeildinni og er sagður vilja komast frá United.

„Staðan hjá Ronaldo er óbreytt," sagði Erik ten Hag, stjóri United, við fréttamenn í dag. Hann var þá spurður að því hvort fjarvera leikmannsins væri ekki áhyggjuefni?

„Áhyggjur er kannski ekki rétta orðið. Ég einbeiti mér að þeim leikmönnum sem eru hérna. Þeir eru að standa sig vel og eru í góðu standi. Ég kýs að einbeita mér að þeim. Ég hlakka til þegar Ronaldo kemur, þá fer ég að hugsa um hann."

Manchester United vill styrkja miðsvæði sitt og Frenkie de Jong hjá Barcelona er efstur á óskalistanum. Ten Hag er þó ánægður með hvernig Brasilíumaðurinn Fred hefur staðið sig.

„Fred hefur verið að spila í þessi hlutverki að tengja saman vörn og sókn. Hann hefur gert það nokkuð vel. Ég er sáttur við hans frammistöðu og framfarir. Ég tel að hann geti bætt sig enn frekar og mun styðja hann í því ferli. Hugarfar hans færir liðinu líka kraft," segir Ten Hag.

Manchester United lýkur æfingaferð sinni til Ástralíu með því að spila gegn Aston Villa á morgun. Nýju leikmennirnir Christian Eriksen og Lisandro Martínez koma til móts við United þegar liðið snýr aftur til Englands.

Baulað var á fyrirliðann Harry Maguire í leik á dögunum en Maguire átti mjög slappt síðasta tímabil.

„Við heyrðum þetta. En ef þú stendur þig þá hættir þetta. Lausnin til að losna við þetta er einfaldlega að spila vel," sagði Ten Hag á fréttamannafundi.
Athugasemdir
banner
banner
banner