Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
banner
   mán 22. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Che Adams á leið til Ítalíu
Mynd: EPA
Skoski landsliðsmaðurinn Che Adams er að ganga frá samningum við ítalska félagið Torino en hann kemur til félagsins á frjálsri sölu.

Sóknarmaðurinn öflugi skoraði 15 mörk og gaf 4 stoðsendingar er Southampton komst upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð, en kaus að framlengja ekki við félagið.

Samningur hans rann út síðustu mánaðamót og hefur hann verið að skoða tilboð frá nokkrum félögum síðustu vikur.

Gianluca Di Marzio segir að Adams hafi tekið ákvörðun um að ganga í raðir Torino í Seríu A á Ítalíu.

Adams, sem er 28 ára gamall, hefur spilað 370 leiki á ferli sínum og skorað 102 mörk.
Athugasemdir
banner
banner