Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   mán 22. júlí 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Framkvæmdir loksins hafnar í Kórnum
Úr leik í Kórnum í vor.
Úr leik í Kórnum í vor.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framkævmdir eru hafnar inni í Kórnum í Kópavogi. Þar er verið að skipta um gervigras.

Stefnt er að því að framkvæmdunum verði lokið fyrir leik HK gegn KR þann 7. ágúst, en búið er að færa leik kvennaliðs HK, sem mætir Fram 31. júlí, út á gervigrasið fyrir utan Kórinn.

Síðasti leikurinn á gamla gervigrasinu var hjá karlaliðinu gegn Vestra um liðna helgi.

Fyrst var stefnt að því að skipta um gervigrasið milli jóla og nýárs 2023 en ekkert varð úr því. Svo átti að gera það um páskana en ekkert varð úr því.

Gert er ráð fyrir að ferlið taki um þrjár vikur. Stefnan hjá HK er að möguleiki sé á því að spilað verði úti sumarið 2026.
Athugasemdir
banner
banner
banner