Franska félagið Marseille hefur hafnað fyrsta kauptilboði Crystal Palace fyrir kantmanninn Ismaïla Sarr.
Palace þarf nýja kantmenn eftir söluna á Michael Olise til FC Bayern í sumar og sterka orðróma sem segja Eberechi Eze vera einnig á leið burt.
Sarr er 26 ára gamall og er spenntur fyrir að snúa aftur i´enska boltann eftir dvöl sína hjá Watford frá 2019 til 2023, þegar hann var keyptur til Marseille.
Sarr skoraði 5 mörk og gaf 6 stoðsendingar í 35 leikjum með Marseille og er franska félagið reiðubúið til að selja leikmanninn fyrir rétta upphæð.
Talið er að Marseille hafi greitt um 15 milljónir evra til að kaupa Sarr í fyrra og er talið að hann sé falur fyrir örlítið hærri upphæð. Everton hefur einnig áhuga á þessum snögga og tekníska kantmanni.
Athugasemdir