Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 22. júlí 2024 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tók Orra Stein sjö mínútur að skora á nýju tímabili
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var Íslendingaslagur í lokaleik fyrstu umferðar nýs deildartímabils í Danmörku, þar sem Lyngby tók á móti FC Kaupmannahöfn í nágrannaslag.

Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrsta mark leiksins á sjöundu mínútu og tvöfaldaði Mohamed Elyounoussi, fyrrum leikmaður Celtic og Southampton, forystuna.

Orri Steinn kom boltanum aftur í netið en markið dæmt ógilt eftir skoðun í VAR herberginu, vegna rangstöðu.

Hvorugu liði tókst að bæta við marki í síðari hálfleik og urðu lokatölur 0-2. Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Birgir Finnsson voru í byrjunarliði Lyngby og þá sat Rúnar Alex Rúnarsson á varamannabekknum hjá FCK.

Í sænska boltanum spilaði Adam Ingi Benediktsson sinn fyrsta leik fyrir Östersund í gærkvöldi og varði vel í 2-1 sigri liðsins gegn Degerfors í B-deildinni.

Þetta var afar dýrmætur sigur fyrir liðið sem er núna þremur stigum frá fallbaráttusæti, á meðan Degerfors situr enn í þriðja sæti deildarinnar.

Í dag lék Oskar Tor Sverrisson allan leikinn í jafntefli Varberg gegn Landskrona í B-deildinni. Þar er Varberg í harðri fallbaráttu en náði í gott stig gegn toppliðinu.

Lyngby 0 - 2 FC Kaupmannahöfn
0-1 Orri Steinn Óskarsson ('7)
0-2 Mohamed Elyounoussi ('30)

Ostersund 2 - 1 Degerfors

Varberg 1 - 1 Landskrona

Athugasemdir
banner