fim 22. ágúst 2019 17:30
Magnús Már Einarsson
Kostas Mitroglou til PSV Eindhoven (Staðfest)
Kostas Mitroglou.
Kostas Mitroglou.
Mynd: Getty Images
PSV Eindhoven hefur fengið gríska framherjann Kostas Mitroglou á láni frá Galatasaray í Tyrklandi.

Mitroglou er með 1,95 milljónir evra í árslaun hjá Galatasaray en PSV mun borga 1,25 milljón evra af þeirri upphæð.

Hinn 31 árs gamli Mitroglou kom til Galatasaray í janúar síðastliðnum en náði ekki að festa sig í sessi.

Mitroglou var keyptur til Fulham árið 2013 á tólf milljónir punda en hann var á þeim tíma dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins.

Mitroglou lék einungis þrjá deildarleiki á ferli sínum hjá Fulham en hann var mikið meiddur. Hann hefur síðan leikið með Olympiakos, Benfica, Marseille og Galatasaray undanfarin ár.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner