Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 22. ágúst 2021 21:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Björgun sem gæti farið í sögubækurnar
Sölvi Geir Ottesen í leiknum í kvöld.
Sölvi Geir Ottesen í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen átti alveg magnaða björgun þegar Víkingur vann frábæran sigur á Val í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Valur

Víkingur leiddi 2-0 í hálfleik en Valsmenn mættu aðeins líflegri til leiks í seinni hálfleik.

Gestirnir fundu ekki alveg leiðina að markinu, þangað til á 82. mínútu. Þá virtust þeir vera að skora en Sölvi Geir fórnaði höfði sínu til að koma í veg fyrir mark.

Sölvi, sem er fyrrum landsliðsmaður, fékk mikið hrós á samfélagsmiðlum fyrir þennan verknað sinn. Hann spilaði í hægri bakverði í kvöld og gerði listilega vel.

Víkingur er í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið á fjóra leiki eftir. Það verður saga til næsta bæjar ef Víkingur verður Íslandsmeistari og mun fólk eflaust horfa til baka á þessa björgun ef það gerist, því Valur minnkaði muninn undir lokin og voru lokatölur 2-1. Björgunin skildi á milli.







Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner