Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 22. september 2020 13:43
Elvar Geir Magnússon
Mendy er í læknisskoðun hjá Chelsea
Edouard Mendy.
Edouard Mendy.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, hefur staðfest að senegalski markvörðurinn Edouard Mendy sé í læknisskoðun hjá félaginu.

Mendy er 28 ára og er á leið til Chelsea frá Rennes. Hann á að keppa um markvarðarstöðuna við Kepa Arrizabalaga.

Kepa gerði slæm mistök sem kostaði annað markið í 2-0 tapi gegn Liverpool í sunnudaginn.

„Við höfum fengið Mendy inn til að koma í samkeppni. Samkeppni er eðlilegur hlutur af fótbolta," segir Lampard.

Kepa missti sæti sitt á síðasta tímabili en hann var keyptur til félagsins á metfé og hefur hlotið mikla gagnrýni.

Mendy hélt marki Rennes hreinu níu sinnum hreinu á síðasta tímabili. Hlutfallsmarkvarsla hans var 76,3% og hann fékk á sig mark að meðaltali á 114 mínútna fresti. Til samanburðar var hlutfall Kepa 53,5% og hann fékk mark á sig á 63 mínútna fresti.

Hinsvegar var sendinganákvæmi Mendy 70,1%, samanborið við 79,7% hjá Kepa.

Willy Caballero, núverandi varamarkvörður Chelsea, verður 39 ára í þessum mánuði og Lampard vildi fá yngri markvörð til að veita Kepa samkeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner