Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 22. september 2021 15:47
Ástríðan
„Þökkum honum fyrir hans framlag í ástríðunni"
Björgvin Stefán hefur lagt skóna á hilluna.
Björgvin Stefán hefur lagt skóna á hilluna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Fáskrúðsfirði endaði í 10. sæti 2. deildar á liðnu tímabili en liðið vann 3-0 útisigur gegn Fjarðabyggð í lokaumferðinni.

Björgvin Stefán Pétursson var með fyrirliðabandið hjá Fáskrúðsfirðingum í leiknum en það var hans kveðjuleikur. Hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, 29 ára gamall.

„Það er eitthvað nýtt framundan hjá honum. Við þökkum honum fyrir hans framlag í ástríðunni. Hann hefur farið upp og niður úr öllum deildum," segir Sverrir Mar Smárason í Ástríðunni.

„Hann hefur átt flottan feril með Leikni. Fyrir Ástríðumenn er þetta goðsögn. Gæi sem ástríðufullir fótboltaáhugamenn munu muna eftir," segir Gylfi Tryggvason í þættinum. Gylfi rifjar upp þegar hann var í dómgæslunni og starfaði oft á leikjum sem Björgvin spilaði.

„Hann er algjör toppmaður. Hann sýnir að menn geta verið fínir fótboltamenn án þess að vera dónalegir við dómara í leiðinni. Hann er einn af fáum sem alltaf var hægt að ræða málin við þó honum þætti á sér brotið."

Björgvin lék langstærstan hluta ferilsins með Leikni Fáskrúðsfirði og spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik á Íslandsmóti 2007 í 3. deildinni. 2018 og 2019 spilaði hann fyrir ÍR en hélt svo aftur heim.

Talsverð umræða er um sameiningu milli Leiknis Fáskrúðsfirði og Fjarðabyggðar fyrir austan. „Ég heyri að það sé líklegra en ekki að af því verði," segir Sverrir Mar í þættinum en Fjarðabyggð féll niður í 3. deild í sumar.
Ástríðan - Síðasta yfirferð sumarsins
Athugasemdir
banner
banner
banner