Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 22. september 2022 22:19
Brynjar Ingi Erluson
Andrea Ranocchia leggur skóna á hilluna
Andrea Ranocchia er hættur í fótbolta
Andrea Ranocchia er hættur í fótbolta
Mynd: Getty Images
Ítalski varnarmaðurinn Andrea Ranocchia hefur lagt skóna á hilluna, 34 ára að aldri.

Ranocchia er hvað þekktastur fyrir að hafa spilað fyrir Inter frá 2010 til 2022.

Varnarmaðurinn sterki lék 226 leiki og skoraði 14 mörk á tólf árum sínum hjá félaginu. Hann vann ítölsku deildina í fyrsta og eina sinn á síðasta ári undir stjórn Antonio Conte, en hann hefur einnig unnið ítalska bikarinn í tvígang og Ofurbikar Ítalíu.

Ranocchia spilaði 21 landsleik fyrir Ítalíu en fór aldrei á stórmót með liðinu.

Hann yfirgaf Inter í sumar og samdi við nýliðana í Seríu A, Monza, þar sem hann spilaði einn deildarleik áður en hann fótbrotnaði. Í dag tók hann svo ákvörðun um að rifta samningi sínum við Monza og lagði í kjölfarið skóna á hilluna.

Ranocchia spilaði einnig fyrir Hull City, Sampdoria, Genoa, Bari og Arezzo á atvinnumannaferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner