Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 22. september 2022 22:07
Brynjar Ingi Erluson
Magnaður árangur undir stjórn Van Gaal
Louis van Gaal
Louis van Gaal
Mynd: EPA
Hollenska landsliðið vann góðan 2-0 sigur á Póllandi í Þjóðadeildinni í kvöld.

Undir stjórn Louis van Gaal hefur liðið ekki tapað í venjulegum leiktíma í 31 keppnisleik í röð.

Hann tók fyrst við hollenska landsliðinu árið 2000 og átti að koma því á HM í Suður-Kóreu og Japan, en mistókst ætlunarverk sitt. Lið hans tapaði fyrir Írlandi í september árið 2001 og var hann síðan rekinn í nóvember.

Van Gaal tók aftur við árið 2012 og tókst að stýra liðinu á HM en þar náði það frábærum árangri og komst alla leið í undanúrslit áður en liðið tapaði fyrir Argentínu í vítaspyrnukeppni. Holland vann síðan Brasilíu, 3-0, í leiknum um 3. sætið.

Holland er nú í góðum gír fyrir HM í Katar og hefur liðið unnið tíu og gert fjögur jafntefli frá því hann tók við á síðasta ári. Van Gaal hefur því ekki tapað 31 keppnisleik í röð í venjulegum leiktíma eða síðan liðið tapaði fyrir Írlandi árið 2001.
Athugasemdir
banner
banner
banner