Willum Þór Willumsson var á sínum stað í byrjunarliði Go Ahead Eagles sem unnu þægilegan sigur gegn Fortuna Sittard í efstu deild hollenska boltans í kvöld.
Willum Þór lék allan leikinn í 3-0 sigri sem viðheldur frábærri byrjun félagsins á nýju tímabili.
GA Eagles eru með tíu stig eftir fimm fyrstu umferðir tímabilsins, í fimmta sæti deildarinnar, og leikur Willum mikilvægt hlutverk á miðjunni.
NAC Breda tapaði þá heimaleik í B-deild hollenska boltans, en Elías Már Ómarsson er fjarverandi vegna meiðsla. Breda hefur farið illa af stað á nýju tímabili án Elíasar og er aðeins með sjö stig eftir sjö umferðir.
Að lokum var Stefán ingi Sigurðarson í byrjunarliði Patro Eisden sem gerði jafntefli við Dender í B-deild belgíska boltans.
Stefán komst ekki á blað í jafnteflinu en Patro Eisden er í þriðja sæti deildarinnar, með ellefu stig eftir sex umferðir.
Go Ahead Eagles 3 - 0 Fortuna Sittard
NAC Breda 1 - 3 FC Emmen
Patro Eisden 1 - 1 Dender