Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   fim 22. október 2020 20:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjarni Ólafur yfirgefur ÍBV - Gary fer um helgina
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er orðið ljóst að þrír leikmenn munu ekki klára tímabilið með ÍBV. Liðið siglir lygnan sjó um miðja Lengjudeild og á ekki möguleika á því að fara upp þegar tvær umferðir eru eftir.

Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Bjarni Ólafur Eiríksson, Gary Martin og Jack Lambert.

Bjarni Ólafur er 38 ára gamall og gæti hann verið að leggja skóna á hilluna. Gary Martin gekk í raðir ÍBV síðasta sumar og varð markakóngur í efstu deild í fyrra en hlutirnir hafa ekki gengið alveg upp í næstefstu deild. Óvíst er hvað Gary gerir á næstu leiktíð.

Jack Lambert gekk í raðir ÍBV í sumarglugganum og lék þrjá leiki með liðinu. Lambert og Martin halda til Bretlands um helgina.

ÍBV er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins en óvíst er hvort sú keppni verði kláruð.
Athugasemdir
banner
banner
banner