Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. október 2021 09:43
Ívan Guðjón Baldursson
Gillingham Town sektað fyrir að ganga af velli vegna fordóma
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Eboni McCann gekk af velli í varaliðaleik Gillingham Town FC gegn Bridport, sem leika í utandeild á Englandi.

McCann gekk af velli eftir að stuðningsmaður andstæðinganna sýndi kynþáttafordóma í hans garð.

Liðsfélagar McCann gengu eftir honum af vellinum og var ekki hægt að klára leikinn.

Knattspyrnusamband Dorset hefur ákveðið að dæma Gillingham Town ósigur í leiknum og sekta félagið um 150 pund en þetta er McCann ósáttur með.

„Dómarinn heyrði það sem gerðist og ég fór til mannsins og sagði honum að hann gæti ekki sagt svona. Hann svaraði að hann gæti það víst og sýndi enga iðrun," sagði McCann.

„Ég sagði þjálfaranum frá þessu og við löbbuðum af velli. Félagið stóð saman og við gengum allir af velli. Dómarinn kom til okkar í klefann og sagðist ekki búast við að leikmenn myndu halda áfram að spila leikinn."

Knattspyrnusamband Dorset fékk mikil mótmæli vegna úrskurðarins og hefur því áframsent málið til enska knattspyrnusambandsins sem er með það til skoðunar.

Bridport er búið að setja stuðningsmanninn í ævilangt bann.
Athugasemdir
banner