Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 22. október 2021 17:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Heildartekjur íslenskra félaga innan ÍTF eru að aukast töluvert"
Úr leik í sumar
Úr leik í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birgir Jóhannsson
Birgir Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Tom
ÍTF
ÍTF
Mynd: Fótbolti.net
Í dag var greint frá því að útsendingar frá íslenska boltanum verða aðgengilegar út um allan heim. Tvær erlendar streymisveitur; The Eleven Group og OneFootball keyptu réttinn að efstu deild karla.

Streymisveiturnar munu sýna þrjá leiki úr efstu deild karla í hverri umferð og að minnsta kosti einn af þeim verður með enskri lýsingu.

Auk íslenska boltans eru Danmörk, Kasakstan, Lettland, Norður-Írland, Noregur, Pólland, Slóvakía og Sviss í pakkanum.

Fótbolti.net ræddi við framkvæmdastjóra ÍTF, hann Birgi Jóhannsson eftir tíðindin.

„Það er fastur grunnur sem við fáum, þetta eru níu deildir og skiptingin er eftir stærð deilda. Skiptingin er mjög jöfn, danska Superliga fær mest. Þetta er ekki „game changing" upphæðir en þetta er samt ágætis upphæðir fyrir íslenskan fótbolta."

„Við fáum líka hluta af svokölluðu „market share" (markaðshlutdeild) þar sem fjölmennari lönd fá aðeins hærri fjárhæðir. Ofan á þetta er líka „revenue share" (hlutfall af tekjum), ef þetta skilar meiri tekjum en áætlað er þá félögin stóran hluta af þeim tekjum. Það getur verið mjög fín viðbót."


Rétturinn seldur í fjórum hlutum
Miðað við upphæðirnar sem félögin hafa fengið áður í sjónvarpstekjur, hversu miklu munar þetta miðað við þær upphæðir?

„Við, ÍTF, erum í fyrsta skiptið að gera þessa sjónvarpssamninga sjálfir. Síðasti sjónvarpssamningur var seldur allur í einum pakka; innlendur sjónvarpsréttur, erlendur sjónvarpsréttur, nafna- og markaðsréttur og veðmálastreymi (gagnapakki e. betting & data)."

„Þetta var allt selt til 365 miðla sem varð svo að Sýn. Núna erum við að selja þetta allt í sitthvoru lagi. Það er búið að selja Sýn efstu deild karla og kvenna, sá samningur er 99% klár og svo erum við búnir að velja okkur samstarfsaðila fyrir betting og data pakkann. Við fórum í opið söluferli með þann pakka."

„Við erum núna að undirbúa sölu á markaðspakkanum, höfum fundað með félögunum og fjölmiðlunum varðandi það."


Birgir kvaðst mjög ánægður með söluna á erlenda sjónvarpsréttinum sem hefur aldrei verið seldur á Íslandi áður.

„Þetta mun aukast á komandi árum að minni deildir seljist saman í pakka til að hámarka virði pakkans. Danska úrvalsdeildin er ekki mikið seld erlendis, ekki frekar en hollenska og fleira. En að setja þetta saman í pakka þannig munum við hugsa þetta til framtíðar."

Tekjur íslenskra félaga innan ÍTF aukast töluvert
„Ég get ekki alveg sagt hversu mikið hærri upphæðir þetta eru sem félögin eru að fá í sjónvarpstekjur miðað við áður. En miðað við þá samninga sem við erum að vinna að þá eru heildartekjur íslenskra félaga innan ÍTF að aukast töluvert. Ekki bara efsta deild karla, þetta eru fleiri aðilar sem eru að koma að borðinu."

„Um leið og við erum búin að ganga frá og skrifa undir alla samninga þá munum við kynna þetta mjög ítarlega."


Getur Íslendingur, á Íslandi, keypt sér áskrift að þessum pakka?

„Þessi pakki er frír en hann er geo-blokkaður (lokaður á ákveðnum svæðum). Íslendingar sem búa erlendis geta horft á íslenskan fótboltaleik með löglegum hætti og við fáum greitt fyrir þetta. Fólk þarf því ekki að stela einhverju streymi," sagði Birgir að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner