Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 22. október 2021 20:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland rúllaði yfir Tékkland í lykilleik í riðlinum
Icelandair
Frábær sigur!
Frábær sigur!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum.
Úr leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 4 - 0 Tékkland
1-0 Barbora Votikova ('12 , sjálfsmark)
2-0 Dagný Brynjarsdóttir ('58 )
3-0 Svava Rós Guðmundsdóttir ('80 )
4-0 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('82 )
Lestu um leikinn

Ísland rúllaði upp Tékklandi er liðin áttust við í mikilvægum leik í undankeppni HM 2023 í kvöld. Leikurinn fór fram í mikilli rigningu á Laugardalsvelli.

Tékkland gerði jafntefli við Evrópumeistara Hollands og vann Kýpur 8-0. Þetta var bara annar leikur Íslands í riðlinum en samt var mikið undir, eftir tap okkar liðs gegn Hollandi í fyrsta leik. Það má gera ráð fyrir því að þarna hafi næst besta liðið og þriðja besta liðið í riðlinum verið að mætast.

Liðið sem endar í öðru sæti riðilsins fer í umspil um sæti á HM. Núna er Ísland með yfirhöndina.

Íslandi sýndi góða frammistöðu heilt yfir. Við komumst yfir með sjálfsmarki hjá markverði Tékklands á tólftu mínútu. Berglind Björg Þorvaldsdóttir átti skot í stöngina og fór boltinn af Barbora Votikova og inn í markið.

Staðan var 1-0 í hálfleik, en Tékkland náði ekki að ógna marki Íslands mikið í fyrri hálfleik.

Á 58. mínútu komst Ísland í 2-0 þegar Dagný Brynjarsdóttir skoraði eftir hornspyrnu. Tékkland ógnaði aðeins eftir það og átti Guðrún Arnardóttir einu sinni mjög góða tæklingu sem kom í veg fyrir dauðafæri.

Eftir skiptingar spýtti íslenska liðið í og skoraði tvö mörk til viðbótar áður en flautað var af. Svava Rós Guðmundsdóttir, sem kom inn af bekknum, skoraði á 80. mínútu og gerði fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fjórða markið.

Lokatölur 4-0 og Ísland er komið á blað í riðlinum. Algjörlega frábær úrslit hjá stelpunum sem mæta Kýpur í næstu viku. Það er skyldusigur.
Athugasemdir
banner
banner
banner