Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 22. nóvember 2020 09:30
Brynjar Ingi Erluson
„Jota á eftir að spila fyrir stærra lið en Liverpool"
Jota hefur reynst öflugur með Liverpool á þessu tímabili
Jota hefur reynst öflugur með Liverpool á þessu tímabili
Mynd: Getty Images
Portúgalski sóknarmaðurinn Jota hefur byrjað leiktíðina með pomp og prakt en hann gekk til liðs við Liverpool frá Wolves fyrir tímabilið.

Jota hefur skorað 7 mörk í 11 leikjum með Liverpool en hann var keyptur á 45 milljónir punda.

Frammistaða hans með Englandsmeisturunum hefur vakið verðskuldaða athygli en Stephen Eustaquio, fyrrum liðsfélagi hans hjá portúgalska liðinu Pacos de Ferreira, segir að hann eigi eftir að spila fyrir stærra lið en Liverpool.

„Jota var í Pacos, Atlético, Porto og núna Liverpool. Hann leggur hart að sér og er góður með boltann. Hann er mikið inn í spilinu og er ég viss um að hann verði ekki lengi þarna. Hann mun fara enn lengra," sagði Eustaqio.
Athugasemdir
banner
banner