Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. nóvember 2020 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýskaland: Mateta skoraði þrennu í fyrsta sigri Mainz - Gulli frá vegna meiðsla
Mynd: Getty Images
Freiburg 1 - 3 Mainz
0-1 Jean-Philippe Mateta ('2 )
0-2 Jean-Philippe Mateta ('34 )
0-3 Jean-Philippe Mateta ('40 )
1-3 Nils Petersen ('63 )

Jean-Philippe Mateta skoraði þrennu í 2-3 útisigr Mainz gegn Freiburg í dag. Mörkin komu öll í fyrri hálfleik. Fyrsta markið kom efir undirbúning Leandro Barreiro Martins, annað markið eftir frákast og þriðja markið eftir sendingu Jean-Paul Boetius.

Nils Petersen minnkaði muninn á 63. mínútu þegar hann fylgdi á eftir frákasti. Lengra komust heimamenn í Freiburg ekki. Fyrsti sigur Mainz staðreynd og liðið komið úr botnsæti deildarinnar. Freiburg er með sex stig og Mainz með fjögur stig. Liðin eru í 14. og 15. sæti.
Klukkan 17:00 hefst leikur FC Köln og Union Berlin.

Aue vann Darmstadt 3-0 í Bundesliga 2 í dag. Darmstadt lék án Guðlaugs Victors Pálssonar sem er smávægilega meiddur. Darmstadt er í 13. sæti eftir átta umferðir.


Athugasemdir
banner