Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 22. nóvember 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wright vill að vítaspyrnuaðferð Fernandes verði bönnuð
Mynd: Getty Images
Ian Wright, fyrrum sóknarmaður Arsenal, segir að það eigi að banna vítaspyrnuaðhlaup eins og Bruno Fernandes tekur fyrir vítaspyrnur sínar.

Man Utd fékk vítaspyrnu gegn West Brom í gær. Fernandes fór á punktinn og klúðraði, en það þurfti að endurtaka spyrnuna þar sem Sam Johnstone, markvörður West Brom, var kominn af marklínunni áður en Portúgalinn sparkaði í boltann. Fernandes tók spyrnuna aftur og skoraði þá. Það reyndist eina mark leiksins.

Fernandes er vítaskytta United en hann tekur yfirleitt lítið hopp áður en hann sparkar í boltann.

„Þetta er erfitt fyrir markverði," sagði Wright í Match of the Day á BBC.

„Þú ert með leikmenn sem hoppa upp og gera hitt og þetta, á meðan markvörðurinn má ekki taka fótinn sinn af línunni. Það þarf að stöðva það að leikmenn hoppi upp - hlauptu bara að boltanum og taktu skotið. Ef þeir mega hreyfa sig og markverðirnir ekki, það er ósanngjarnt."

Gary Lineker spurði þá Wright hvort að hann vildi breyta fótboltalögunum þannig að leikmenn megi ekki hoppa í vítaspyrnum. „Já, þú þarft að fara beint í skotið, ekkert hopp."

Jorginho, miðjumaður Chelsea, tekur sínar vítaspyrnur eins og Fernandes gerir; með litlu hoppi fyrir skotið.


Athugasemdir
banner
banner
banner