Ólæti á fótboltaleikjum er verulegt vandamál í Frakklandi. Roxana Maracineanu íþróttamálaráðherra Frakklands hefur lýst yfir áhyggjum sínum og segir að framtíð fótboltans í landinu sé í húfi.
Leik Lyon og Marseille í gær var hætt eftir að flösku var kastað í Dimitri Payet. Þetta er ekki í fyrsta sinn á tímabilinu sem hann lendir í því að fá flösku í sig.
                
                                    Leik Lyon og Marseille í gær var hætt eftir að flösku var kastað í Dimitri Payet. Þetta er ekki í fyrsta sinn á tímabilinu sem hann lendir í því að fá flösku í sig.
Mikið hefur verið um það á tímabilinu að ólæti séu í stúkunni, hlutum sé kastað að leikmönnum og áhorfendur ryðjist inn á völlinn.
„Það verður að finna lausn á þessum vandamálum. Allir verða að skilja að framtíð franska boltans er í húfi. Það eru milljónir evra í húfi," segir Maracineanu.
Hún mun funda með innanríkisráðherra um málið á morgun.
„Við getum ekki látið það gerast að sjónvarpsrétthafar þurfi að bíða í meira en klukkutíma án þess að vita hvort leikurinn muni halda áfram eða ekki."
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
         
     
                    
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                

