Napoli vill kaupa Dragusin - Greenwood kostar 50 milljónir punda - Man Utd vill Frenkie de Jong - Arsenal setur sjö leikmenn á sölu - Mbappe kynntur í...
   mið 22. nóvember 2023 18:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alex Þór á förum frá Öster (Staðfest)
Mynd: Öster
Alex Þór Hauksson verður ekki áfram hjá Öster. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag. Tímabilinu í Svíþjóð er lokið fyrir utan umspilið um sæti í efstu deild sem Öster missti af í lokaumferðinni.

Í Svíþjóð er hins vegar hefð fyrir því að æfa í smá tíma eftir að mótinu lýkur. Alex var í stóru hlutverki seinni hluta tímabilsins 2021, í lykilhlutverki á tímabilinu í fyrra en lék ekki jafnmikið á liðinni leiktíð; byrjaði 14 leiki af 30 og kom níu sinnum inn á sem varamaður.

Alex er 23 ára miðjumaður sem er að ljúka sínu þriðja tímabili hjá sænska félaginu. Hann kom til Öster frá Stjörnunni eftir tímabilið 2020.

Alex hefur verið orðaður við heimkomu en hann hefur einnig verið orðaður við áframhaldandi veru í Skandinavíu. Orri Rafn Sigurðarson greindi frá því á X fyrr í mánuðinum að lið í norsku úrvalsdeildinni og önnur félög í Svíþjóð hafi áhuga á miðjumanninum.

Í samtali við Fótbolta.net sagðist Alex ekki vera búinn að taka ákvörðun um næsta skref á sínum ferli.


Athugasemdir
banner
banner
banner