Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 23. janúar 2020 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ætla að sameina efstu deild í Hollandi og Belgíu
Ajax mun vafalítið stækka sem félag ef þessi nýja deild verður að veruleika.
Ajax mun vafalítið stækka sem félag ef þessi nýja deild verður að veruleika.
Mynd: Getty Images
Stefnt er að því að sameina efstu deild hollenska boltans með efstu deild belgíska boltans og búa til deild sem mun bera heitið BeNeLiga.

Rætt var við stjórnendur ellefu stærstu félaga deildanna og voru þeir allir sammála um að þetta væri góð hugmynd.

Club Brugge, Gent, Genk, Standard Liege og Anderlecht eru belgísku félögin sem munu koma til með að taka þátt í deildinni.

Ajax, PSV Eindhoven, Feyenoord, AZ Alkmaar, Vitesse Arnhem og FC Utrecht eru hollensku félögin.

Hugmyndin er að gera 18-liða deild, þar sem 10 hollensk lið og 8 belgísk fá þátttökurétt.

Þessi breyting myndi gera BeNeLiga deildina að þeirri sjöttu stærstu í Evrópu eftir þeirri frönsku og myndi auka sjónvarpstekjur félaganna til muna.

Stjórnendur þeirra félaga sem fá ekki að taka þátt eru ekki sérlega hressir með þessa hugmynd - þrátt fyrir nýlega rannsókn Deloitte sem bendir á að þessi nýja deild mun einnig auka tekjumöguleika liðanna sem ekki taka þátt.

Neðri deildir í Hollandi og Belgíu verða þó ekki sameinaðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner