Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 23. janúar 2020 22:58
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp og Henderson hrósuðu Adama Traore að leikslokum
Mynd: Getty Images
Adama Traore hefur verið að springa út í liði Wolves á tímabilinu og fékk hann mikið lof eftir 1-2 tap gegn Liverpool fyrr í kvöld.

Traore lagði upp jöfnunarmark Úlfanna fyrir Raul Jimenez með góðri fyrirgjöf eftir skyndisókn.

Jürgen Klopp, Jordan Henderson og Nuno Espirito Santo hrósuðu honum allir að leikslokum.

„Stundum er ekki hægt að spila á móti honum, hann er ótrúlegur leikmaður. Ef þú lokar á hann að utanverðu þá kemst hann hinu megin og þá þarftu að passa fyrirgjöfina og Raul Jimenez! Úlfarnir eru öðruvísi en önnur lið því þeir nota breidd vallarins mikið," sagði Klopp.

Henderson bætti við: „Hann er sterkur, harður, kraftmikill og snöggur. Það er erfitt að spila á móti honum og gerðu strákarnir mjög vel að halda honum í skefjum. Mér fannst við standa okkur virkilega vel þar."

Hans eigin stjóri, Nuno Espirito Santo, var mjög ánægður með sinn mann.

„Hann er einstakur leikmaður. Hann býr yfir eiginleikum sem enginn annar leikmaður býr yfir og er virkilega gæðamikill. Hann getur orðið enn betri."

Traore verður 25 ára um helgina. Hann ólst upp hjá Barcelona og á leiki að baki fyrir Aston Villa og Middlesbrough.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner