Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 23. janúar 2021 14:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reykjavíkurmótið: Átján ára með þrennu fyrir Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 5 - 0 Þróttur R.
1-0 Sigurður Dagsson
2-0 Patrick Pederson
3-0 Birkir Heimisson
4-0 Sigurður Dagsson
5-0 Sigurður Dagsson

Íslandsmeistarar Vals fóru með öruggan sigur af hólmi gegn Þrótti í Reykjavíkurmóti karla.

Sigurður Dagsson, sonur handboltaþjálfarans Dags Sigurðssonar, fór á kostum í leiknum og gerði þrennu. Það verður gaman að sjá hversu stórt hlutverk hann fær næsta sumar en hann er aðeins 18 ára gamall.

Hann kom Val á bragðið og bættu Patrick Pedersen og Birkir Heimisson við mörkum í fyrri hálfleiknum.

Sigurður gerði svo til viðbótar í seinni hálfleiknum og lokatölur 5-0 fyrir Íslandsmeistarana.

Valur er á toppnum í A-riðli Reykjavíkurmótsins með sex stig eftir tvo leiki. Þróttur er án stiga eftir þrjá leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner