Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, sóknarmaður Íslandsmeistara Breiðabliks, gæti verið á leið til belgíska félagsins Anderlecht. Það er Orri Rafn Sigurðarson sem greinir frá á X og Fótbolti.net fékk staðfest frá Breiðabliki að það séu þreifingar og samtöl í gangi um möguleg félagaskipti Vigdísar Lilju en engin niðurstaða sé í höfn.
Vigdís Lilja verður tvítug í apríl en hefur þrátt fyrir ungan aldur þegar spilað 140 leiki með meistaraflokki Breiðabliks. Í þeim hefur hún skorað 41 mark. Hún á þá að baki 29 leiki fyrir yngri landslið Íslands og í þeim hefur hún skorað tíu mörk.
Vigdís Lilja verður tvítug í apríl en hefur þrátt fyrir ungan aldur þegar spilað 140 leiki með meistaraflokki Breiðabliks. Í þeim hefur hún skorað 41 mark. Hún á þá að baki 29 leiki fyrir yngri landslið Íslands og í þeim hefur hún skorað tíu mörk.
Vigdís Lilja skoraði ellefu mörk í 23 leikjum í Bestu deildinni í fyrra þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari. Hún varð einnig Íslandsmeistari 2020 og bikarmeistari 2021.
Anderlecht er í toppsæti belgísku deildarinnar og hefur unnið titilinn síðustu sjö tímabil. Ef Vigdís Lilja gengur í raðir félagsins verður hún þriðji Íslendingurinn í belgísku deildinni því þar eru fyrir Diljá Ýr Zomers (Leuven) og Lára Kristín Pedersen (Club Brugge).
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir er við það ganga í raðir Anderlecht í Belgíu ?
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) January 22, 2025
Vigdís er sem stendur í Belgíu að skoða aðstæður hjá klúbbnum. pic.twitter.com/ZpGkWU369D
Athugasemdir