Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 23. febrúar 2021 14:30
Magnús Már Einarsson
Dortmund sektað fyrir fagnaðarlæti með stuðningsmönnum
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Dortmund hefur fengið sekt upp á 75 þúsund evrur frá þýsku úrvalsdeildinni eftir að leikmenn liðsins fögnuðu með stuðningsmönnum eftir 4-0 sigurinn á Schalke um helgina.

Mikil gleði var hjá stuðningsmönnum Dortmund eftir sigur á erkifjendunum í Schalke.

200 stuðningsmenn Dortmund fögnuðu fyrir utan liðsrútu Dortmund og brutu með því fjarlægðartakmarkanir vegna kórónuveirunnar.

Leikmenn Dortmund, eins og Erling Braut Haaland og Emre Can, sáust einnig syngja með stuðningsmönnum.

Leikmennirnir voru ekki með grímu sem og margir stuðningsmenn og því var ákveðið að sekta Dortmund fyrir brot á sóttvarnarreglum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner