Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. febrúar 2021 14:00
Enski boltinn
Hvaða leikmenn á Liverpool að kaupa í sumar?
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Milan Skriniar.
Milan Skriniar.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur vegnað illa í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu og hrapað niður í sjötta sæti eftir einungis tvo sigra í síðustu ellefu leikjum.

Einar Matthías Kristjánsson, Magnús Þór Jónsson og Sigursteinn Brynjólfsson frá kop.is mættu í þátt dagsins og fóru yfir það hvaða tvo leikmenn þeir myndu óska sér að fá til Liverpool í sumar ef þeir stjórnuðu sumarkaupunum.

Magnús Þór Jónsson
„Í dag finnst mér vanta einn í hverja línu. Ef ég ætla bara að taka tvo finnst mér þurfa að fá hafsent og skapandi miðjumann. Við höfum ekki bætt upp Philippe Coutinho ennþá. Það er enginn sem ógnar á miðjunni. Ég myndi losa mig við töluvert af miðjumönnum og kaupa Jack Grealish. Mér finnst hann hafa verið frábær í vetur og hann hefur verið að leiða þetta Aston Villa lið. Við þurfum líka að finna hafsent en það er erfitt. Það eru ekki margir hafsentar í ensku deildinni sem ráða við það sem ég myndi gera þannig að ég segi Skriniar í Inter."

Sigursteinn Brynjólfsson
„Ég er líka með Grealish. Ég er líka skotinn í Harvey Barnes en hann er aðeins framar á vellinum. Grealish getur verið á kantinum, holunni og miðjunni. Hann var fyrsti kostur hjá mér líka. Maður er búinn að hugsa miðvarðaspurninguna í mjög marga mánuði og er nánast ekki kominn að niðurstöðu. Það eru ekki margir kostir í stöðunni en sá sem hefur heillað mig mest í vetur er Wesley Fofana hjá Leicester. Hann er með hraðann sem þarf og mér hefur fundist hann vera virkilega öflugur varnarmaður. Ég myndi setja hann sem fyrsta kost en hversu raunhæft það er, er ekki ljóst."

Einar Matthías Kristjánsson
„Ég myndi vilja fá tvo miðverði því að þá fáum við tvo miðjumenn aftur inn á miðjuna í Henderson og Fabinho sem eru tveir bestu miðjumenn liðsins. Það verður að koma miðvörður sem er stöðugur og helst heill. Ég myndi segja Skriniar og Ben White."

Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins. Það eru Frumherji, White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Hvað er í gangi hjá Liverpool?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner