Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. febrúar 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Lenglet í uppnámi er hann yfirgaf Nou Camp - „Þú verður að vera jákvæður"
Clement Lenglet
Clement Lenglet
Mynd: Getty Images
Franski varnarmaðurinn Clement Lenglet gerði slæm mistök er Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Cadiz um helgina en hann yfirgaf Nou Camp í tárum.

Lenglet gerði sig sekan um slæm mistök er hann fékk á sig vítaspyrnu undir lok leiks gegn Cadiz um helgina og skoraði Alex Fernandez örugglega úr spyrnunni.

Frakkinn var í uppnámi eftir leikinn og þegar hann yfirgaf Nou Camp var hann í tárum inn í bifreið sinni. Leikmaðurinn fékk líflátshótanir eftir leikinn og hefur tekið þessum mistökum sínum afar illa.

Jeremy Mathieu, sem lék með Barcelona frá 2014 til 2017, finnur til með Lenglet en hann veit að hann fær engan stuðning hjá félaginu og þurfi því að vera jákvæður.

„Ég var alltaf einmana í búningsklefanum hjá Barcelona. Það er enginn með þér og þannig á fótboltalið ekki að vera. Það eru allir að láta hann heyra það og það er partur af fótbolta en hann verður að vera jákvæður til að snúa þessu sér í hag," sagði Mathieu við Mundo Deportivo.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner