Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 23. febrúar 2021 23:30
Aksentije Milisic
Totti útilokar ekki endurkomu til Roma
Mynd: Getty Images
Goðsögn Roma, Francesco Totti, útilokar ekki að hann muni aftur snúa til félagsins, ef nýju eigendurnir vilja fá hann.

Totti var yfirmaður knattspyrnumála hjá Roma en hann segir að honum hafi verið bolað burt frá félaginu árið 2019.

Totti lék allan sinn knattspyrnuferil með Roma þar sem hann skoraði 307 mörk í 785 leikjum. Hann lagði skónna á hilluna árið 2017 en honum tókst að vinna Serie A deildina einu sinni með félaginu.

Hann var síðan gerður að yfirmanni knattspyrnumála en sagði upp störfum hjá félaginu árið 2019. Það markaði lokin á 30 ára feril Totti hjá Roma.

James Pallotta var þá eigandi liðsins og Totti gagnrýndi hann harkalega eftir að hann fór.

„Ég sá fyrir mér að ég yrði hjá Roma allt mitt líf. En svo gerðust undarlegir hlutir, mér var ýtt upp við vegg og ég var látinn taka ákvörðun sem ég hélt að ég myndi aldrei taka," sagði Totti eftir að hann fór.

Nú eru komnir nýjir eigendur og segir Totti að hann gæti snúið aftur ef hann fær símtalið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner