Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 23. febrúar 2024 17:30
Brynjar Ingi Erluson
Times: Félög í Sádi-Arabíu undirbúa risatilboð í Casemiro, De Bruyne og Salah
Kevin De Bruyne til Sádi-Arabíu?
Kevin De Bruyne til Sádi-Arabíu?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Stærstu félögin í Sádi-Arabíu undirbúa nú risatilboð í þá Casemiro, Kevin de Bruyne og Mohamed Salah, en þetta kemur fram í enska miðlinum Times.

Sádi-arabíska deildin hefur styrkt sig verulega síðasta árið en allt byrjaði þetta á komu Cristiano Ronaldo.

Síðan þá hafa fjölmörg stór nöfn fært sig þangað en helst má nefna þá Neymar, Aleksandar Mitrovic, Sergej Milinkovic Savic, Kalidou Koulibaly, Riyad Mahrez, Roberto Firmino og Franck Kessie.

Á síðasta ári reyndi Al-Ittihad að kaupa Mohamed Salah frá Liverpool en talið er að LIverpool hafi hafnað 150 milljóna punda tilboði. Samkvæmt Times þá mun sádi-arabíska deildin halda áfram að reyna við hann í sumar og er gert ráð fyrir að Liverpool fái tilboð sem erfitt verður að hafna.

Hann er ekki eina skotmarkið því belgíski miðjumaðurinn Kevin De Bruyne er efstur á blaði með Salah. De Bruyne hefur verið langbesti miðjumaður ensku úrvalsdeildarinnar síðustu ár og vann hann meðal annars þrennuna með Manchester City á síðustu leiktíð.

Times segir að Man City sé að búast við risatilboði í belgíska landsliðsmanninn.

Casemiro, leikmaður Manchester United, er einnig á blaði hjá félögunum í Sádi-Arabíu, en United er sagt reiðubúið að losa sig við hann í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner