Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 23. mars 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Sverrir Ingi: Hann er icon í íslenskum fótbolta
Icelandair
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð er staddur í Þýskalandi þar sem íslenska landsliðið er að fara að mæta heimamönnum á fimmtudagskvöld í fyrsta leiknum í undankeppni HM.

„Það er alvöru próf og við erum fullir tilhlökkunar," segir varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason en Hafliði spjallaði við hann í dag.

„Það eru ákveðnar áherslubreytingar með nýjum þjálfurum en við viljum halda í það sem við höfum gert vel undanfarin ár. Við erum að fara að mæta einu besta liði heims og ég geri ráð fyrir því að þeir verði meira með boltann. En það er allt í lagi, við verðum bara að verjast vel og nýt okkar möguleika þegar við höfum boltann. Við höfum áður sótt úrslit gegn stórum þjóðum."

„Þetta er ákveðin törn en við erum með 23 leikmenn sem eru tilbúnir og við munum sækja eins mörg stig og við getum."

Sverrir Ingi er ánægður með nýtt þjálfarateymi og telur að það hafi mikið að segja að hafa Lars Lagerback með í þessu.

„Þeir hafa komið vel inn í þetta. Ég þekki til Arnars frá mínum tíma hjá Lokeren og hef verið með Eiði í landsliðinu, þetta er spennandi verkefni framundan. Við erum að fara í þetta í fyrsta skipti. Það er ekki mikill tími sem við höfum til að undirbúa okkur fyrir fyrsta leik og þá höfum við Lars sem hefur gert þetta allt hundrað sinnum áður og getur hjálpað okkur. Við erum þakklátir fyrir að hafa hann og hann getur gefið okkur ró og reynslu," segir Sverrir.

„Hann er icon í íslenskum fótbolta eftir það sem hann gerði. Hans nærvera mun gefa okkur helling."
Athugasemdir
banner