Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   þri 23. mars 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Sverrir Ingi: Hann er icon í íslenskum fótbolta
Icelandair
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð er staddur í Þýskalandi þar sem íslenska landsliðið er að fara að mæta heimamönnum á fimmtudagskvöld í fyrsta leiknum í undankeppni HM.

„Það er alvöru próf og við erum fullir tilhlökkunar," segir varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason en Hafliði spjallaði við hann í dag.

„Það eru ákveðnar áherslubreytingar með nýjum þjálfurum en við viljum halda í það sem við höfum gert vel undanfarin ár. Við erum að fara að mæta einu besta liði heims og ég geri ráð fyrir því að þeir verði meira með boltann. En það er allt í lagi, við verðum bara að verjast vel og nýt okkar möguleika þegar við höfum boltann. Við höfum áður sótt úrslit gegn stórum þjóðum."

„Þetta er ákveðin törn en við erum með 23 leikmenn sem eru tilbúnir og við munum sækja eins mörg stig og við getum."

Sverrir Ingi er ánægður með nýtt þjálfarateymi og telur að það hafi mikið að segja að hafa Lars Lagerback með í þessu.

„Þeir hafa komið vel inn í þetta. Ég þekki til Arnars frá mínum tíma hjá Lokeren og hef verið með Eiði í landsliðinu, þetta er spennandi verkefni framundan. Við erum að fara í þetta í fyrsta skipti. Það er ekki mikill tími sem við höfum til að undirbúa okkur fyrir fyrsta leik og þá höfum við Lars sem hefur gert þetta allt hundrað sinnum áður og getur hjálpað okkur. Við erum þakklátir fyrir að hafa hann og hann getur gefið okkur ró og reynslu," segir Sverrir.

„Hann er icon í íslenskum fótbolta eftir það sem hann gerði. Hans nærvera mun gefa okkur helling."
Athugasemdir
banner
banner