Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   sun 23. mars 2025 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo í heimsmetabók Guinness fyrir flesta sigra í sögu landsliða
Ronaldo hefur notið gríðarlegrar velgengni með Portúgal en hefur ekki enn tekist að sigra heimsmeistaramót.
Ronaldo hefur notið gríðarlegrar velgengni með Portúgal en hefur ekki enn tekist að sigra heimsmeistaramót.
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo var í byrjunarliði Portúgal sem tók á móti Danmörku í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar fyrr í kvöld.

Stórstjarnan klúðraði vítaspyrnu snemma leiks en tókst að skora í síðari hálfleik. Lokatölur urðu 3-2 fyrir Portúgal og þurfti að framlengja einvígið eftir að Danir höfðu unnið fyrri leikinn 1-0 á heimavelli. Portúgal vann að lokum í framlengingunni eftir að Ronaldo hafði verið skipt af velli.

Ronaldo skoraði 929. mark ferilsins í sigrinum og er hann áfram markahæsti fótboltamaður sögunnar.

Ekki nóg með að vera markahæstur í sögunni þá var Ronaldo skráður í heimsmetabók Guinness í kvöld fyrir að vera búinn að sanka að sér flestum sigrum í sögu landsliðakeppna.

Ronaldo hefur unnið 132 leiki með portúgalska landsliðinu, sem er met. Hann á 219 landsleiki að baki.
Athugasemdir
banner
banner
banner