Ronaldo hefur notið gríðarlegrar velgengni með Portúgal en hefur ekki enn tekist að sigra heimsmeistaramót.
Cristiano Ronaldo var í byrjunarliði Portúgal sem tók á móti Danmörku í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar fyrr í kvöld.
Stórstjarnan klúðraði vítaspyrnu snemma leiks en tókst að skora í síðari hálfleik. Lokatölur urðu 3-2 fyrir Portúgal og þurfti að framlengja einvígið eftir að Danir höfðu unnið fyrri leikinn 1-0 á heimavelli. Portúgal vann að lokum í framlengingunni eftir að Ronaldo hafði verið skipt af velli.
Ronaldo skoraði 929. mark ferilsins í sigrinum og er hann áfram markahæsti fótboltamaður sögunnar.
Ekki nóg með að vera markahæstur í sögunni þá var Ronaldo skráður í heimsmetabók Guinness í kvöld fyrir að vera búinn að sanka að sér flestum sigrum í sögu landsliðakeppna.
Ronaldo hefur unnið 132 leiki með portúgalska landsliðinu, sem er met. Hann á 219 landsleiki að baki.
Athugasemdir