Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   sun 23. mars 2025 19:11
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin: Grikkir svöruðu með þægilegum sigri í Skotlandi
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Grikkland mun leika í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir frábæran sigur á útivelli gegn Skotlandi í dag.

Grikkir töpuðu heimaleiknum 0-1 og þurftu því sigur á útivelli til að komast upp í efstu deild. Giannis Konstantelias leikmaður PAOK skein skært í dag ásamt táningnum efnilega Konstantinos Karetsas.

Konstantelias skoraði eitt og lagði tvö upp fyrir Karetsas og Christos Tzolis í 0-3 sigri.

Serbía mun einnig leika í A-deildinni eftir sigur gegn Austurríki, þar sem Nemanja Maksimovic og Dusan Vlahovic sáu um markaskorunina.

Tyrkland fór þá illa með Ungverjaland og mun einnig leika í A-deild næst. Hakan Calhanoglu og Arda Güler voru meðal markaskorara í 0-3 sigri í Ungverjalandi. Tyrkir unnu fyrri leikinn 3-1 og var sigur þeirra því aldrei í hættu.

Að lokum mun Slóvenía leika í B-deild eftir sigur gegn Slóvakíu eftir framlengingu.

Skotland 0 - 3 Grikkland (1-3 samanlagt)
0-1 Giannis Konstantelias ('20)
0-2 Konstantinos Karetsas ('42)
0-3 Christos Tzolis ('46)

Serbía 2 - 0 Austurríki (3-1 samanlagt)
1-0 Nemanja Maksimovic ('56)
2-0 Dusan Vlahovic ('91)
Rautt spjald: Gernot Trauner, Austurríki ('68)

Ungverjaland 0 - 3 Tyrkland (1-6 samanlagt)
0-1 Hakan Calhanoglu ('37, víti)
0-2 Arda Guler ('39)
0-3 Abdulkerim Bardakci ('90)

Slóvenía 1 - 0 Slóvakía (1-0 samanlagt)
1-0 Gnezda Cerin ('95)
Athugasemdir
banner
banner