Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. apríl 2019 19:37
Arnar Helgi Magnússon
Holland: Albert skoraði sigurmark AZ Alkmaar
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson skoraði sigurmark AZ Alkmaar þegar liðið mætti Heracles í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þetta var annar byrjunarliðsleikur Alberts í röð en hann hefur fengið tækifæri eftir að hann skoraði tvö mörk þegar að hann kom inná sem varamaður á dögunum.

Sigurmark Alberts kom á 66. mínútu leiksins. Tæpum tíu mínútum síðar fékk íslenski landsliðsmaðurinn síðan að líta gult spjald.

Leiknum lauk með 2-1 sigri AZ. Liðið situr í fjórða sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.

Guðmundur Benediktsson, faðir Alberts, lýsti ánægju sinni með markið á Twitter.



Athugasemdir
banner
banner
banner