Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   þri 23. apríl 2019 19:04
Arnar Helgi Magnússon
Long skoraði fljótasta mark í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
Það tók Shane Long sjö sekúndur að koma Southampton yfir gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Um er að ræða fljótasta mark sem skorað hefur verið í ensku úrvalsdeildinni.

Gerard Deulofeu tók þá miðjuna og senti boltann niður í varnarlínuna á Craig Cathcart, Long kom í pressuna og Catchart ætlaði að losa boltann fram.

Það tókst ekki, boltinn fór í Long og datt síðan fyrir framan hann, framherjinn keyrði inn á teiginn og setti boltann snyrtilega framjá Ben Foster.

Þetta magnaða mark má sjá með því að smella hér
Athugasemdir
banner
banner