Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. apríl 2019 22:30
Arnar Helgi Magnússon
Wenger: Vieira er framtíðarstjóri Arsenal
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger trúir því að Arsenal goðsögnin, Patrick Vieira, gæti orðið framtíðarstjóri Arsenal.

Vieira hóf þjálfaraferil sinn í unglingaakademíu Manchester City en færði sig síðan yfir til Bandaríkjanna og tók við liði New York City. Í dag er hann stjóri Nice í Frakklandi.

Hann hefur verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfa Frakklands þegar Didier Deschamps kallar þetta gott.

„Ég á von á því að hann taki við Arsenal einn daginn. Mér finnst hann of ungur til þess að taka við landsliðsþjálfarastarfi," segir Wenger.

„Hann hefur þroskast mikið á sínum þjálfaraferli. Hann hefur fastmótaðar skoðanir á knattspyrnu og það gæti nýst mörgum stórliðum."

Wenger segir að Vieira hafi sýnt styrk sinn með því að komast í gegnum erfiða tíma hjá Nice.

„Hann komst í gegnum þetta og sýndi engin veikleikamerki. Þú sérð hversu góður þjálfarinn er þegar erfiðleikar eiga sér stað."
Athugasemdir
banner
banner
banner