PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   þri 23. apríl 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mourinho: Ég fékk ekki sama stuðning og traust og Ten Hag
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var í tvö og hálft ár stjóri Manchester United. Þar vann hann deildabikarinn og Evrópudeildina. Hann segir að ef stjórnin hjá United hefði haft sömu trú á sér og stjórnin hjá United hefur haft á Erik ten Hag, núverandi stjóra United, þá hefði hann náð betri árangri hjá félaginu.

Á fyrsta tímabilinu vann Mourinho Evrópudeildina og deildabikarinn. Á öðru tímabilinu endaði liðið í 2. sæti deildarinnar.

Mourinho var látinn fara í desember 2018 eftir slæm úrslit þar á undan. Sambandið milli Mourinho og Ed Woodward var ekki gott.

„Persónulega samband mitt og Ed Woodward var gott, en samband okkar sem starfsmenn United var ekki það besta," segir Mourinho við Telegraph.

„Ég er sá sem ég er. Ég er fótbolta þenkjandi. Ed er með annan bakgrunn og það sem Ten Hag hefur haft hjá Manchester United hafði ég ekki. Ég fékk ekki þennan stuðning. Ég fékk ekki þetta traust."

„Ég var dapur þegar ég fór því mér fannst ég vera í byrjuninni á ferli. Á sumum augnablikum leið mér eins og þeir treystu mér."


Mourinho eyddi 400 milljónum punda sem stjóri United og á tæpum tveimur tímabilum hefur Ten Hag eytt 410 milljónum punda. Tölfræðilega er Mourinho með betri árangur heldur en Mourinho en alls stýrði hann liðinu í 144 leikjum og Ten Hag hefur stýrt liðinu í 107 leikjum.

Mourinho hélt áfram og segir að nokkrir leikmenn sem eru enn í hópnum sýni ekki nægilega fagmennsku til að vera fulltrúar félags sem leitast við að keppa við þá bestu í heimi.

„Það eru nokkrir leikmenn ennþá þarna sem ég vildi ekki hafa fyrir fimm eða sex árum. Mér finnst eins og þeir sýni svolítið það sem ég tel ekki besta faglega prófílinn fyrir félag af ákveðinni stærð."

„En ég vann mína vinnu þarna. Tíminn leiðir alltaf sannleikann í ljós. Ég myndi elska að Manchester United nái árangri,"
sagði sá portúgalski.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 13 11 1 1 26 8 +18 34
2 Arsenal 13 7 4 2 26 14 +12 25
3 Chelsea 13 7 4 2 26 14 +12 25
4 Brighton 13 6 5 2 22 17 +5 23
5 Man City 13 7 2 4 22 19 +3 23
6 Nott. Forest 13 6 4 3 16 13 +3 22
7 Tottenham 13 6 2 5 28 14 +14 20
8 Brentford 13 6 2 5 26 23 +3 20
9 Man Utd 13 5 4 4 17 13 +4 19
10 Fulham 13 5 4 4 18 18 0 19
11 Newcastle 13 5 4 4 14 14 0 19
12 Aston Villa 13 5 4 4 19 22 -3 19
13 Bournemouth 13 5 3 5 20 19 +1 18
14 West Ham 13 4 3 6 17 24 -7 15
15 Everton 13 2 5 6 10 21 -11 11
16 Leicester 13 2 4 7 16 27 -11 10
17 Crystal Palace 13 1 6 6 11 18 -7 9
18 Wolves 13 2 3 8 22 32 -10 9
19 Ipswich Town 13 1 6 6 13 24 -11 9
20 Southampton 13 1 2 10 10 25 -15 5
Athugasemdir
banner
banner