Tilboð væntanlegt í Ederson - Man Utd hefur rætt við Frank og Pochettino - Frank, Maresca, McKenna og De Zerbi á blaði Chelsea
   þri 23. apríl 2024 07:00
Elvar Geir Magnússon
Þriðja árið í röð sem þjálfarinn er meistari í fyrsta sinn
Inzaghi fagnar titlinum. Gaman gaman.
Inzaghi fagnar titlinum. Gaman gaman.
Mynd: EPA
Simone Inzaghi og lærisveinar í Inter innsigluðu Ítalíumeistaratitilinn í gær með því að vinna granna sína í AC Milan. Þetta er tuttugasti Ítalíumeistaratitill Inter.

Þriðja árið í röð verður þjálfari Ítalíumeistari sem hefur aldrei unnið titilinn áður sem þjálfari.

Inter hefur haft geigvænlega yfirburði í ítölsku A-deildinni þetta tímabilið. Með sigrinum í gær er Inter með sautján stiga forystu þegar liðið á fimm leiki eftir og titillinn kominn í hús

Inzaghi vann einn Ítalíumeistaratitil sem leikmaður með Lazio árið 2000.

Luciano Spalletti hafði aldrei orðið Ítalíumeistari áður en hann stýrði Napoli til sigurs í fyrra og Stefano Pioli vann sinn fyrsta Ítalíumeistaratitil þegar hann stýrði AC Milan til sigurs 2022.

Inter vann titilinn síðast 2021 og endaði í þriðja sæti í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner