
Jón Vignir er fyrirliði Selfoss sem er nýliði í Lengjudeildinni í ár. Hann skoraði fimm mörk í þrettán deildarleikjum þegar Selfoss vann 2. deild í fyrra. Jón Vignir á alls að baki 110 meistaraflokksleiki og hefur í þeim skorað níu mörk.
Á sínum tíma lék hann einn leik með U19 landsliðinu. Hann er uppalinn á Selfossi og hefur leikið þar allan sinn feril. Í dag sýnir miðjumaðurinn á sér hina hliðina.
Á sínum tíma lék hann einn leik með U19 landsliðinu. Hann er uppalinn á Selfossi og hefur leikið þar allan sinn feril. Í dag sýnir miðjumaðurinn á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Jón Vignir Pétursson
Gælunafn: Nonni, Jonny, JV. Bara það sem hentar fólki
Aldur: 21
Hjúskaparstaða: Í sambandi
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Mig minnir að það hafi verið 2019 en ég man ekki á móti hverjum, stressið hefur tekið yfir
Uppáhalds drykkur: Collab
Uppáhalds matsölustaður: Kaffi Krús er rock solid
Uppáhalds tölvuleikur: Ég er lítið í þessu en FIFA eða PGA golf leikurinn fá shout
Áttu hlutabréf eða rafmynt: Eitthvað smá
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Horfi lítið á einhverja þætti, en Full Swing eru að koma manni í gang fyrir golfsumarið þessa stundina
Uppáhalds tónlistarmaður: Ég hlusta lítið sem ekkert á tónlist en ætli það sé ekki bara Herra Hnetusmjör
Uppáhalds hlaðvarp: Ég hlusta á þetta allt en uppáhalds er Þungavigtinn, alvöru content þegar Höfðinginn og Mike eru að missa vitið
Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: .net er up there og svo er það uglan fyrir skólann
Fyndnasti Íslendingurinn: Arnar Helgi Magnússon, ‘’sá faglegi’’ eins og hann vill láta kalla sig getur verið vel fyndinn. Svakalegur sögukall
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: ‘’Gym kl 16 fyrir æfingu?´´Aron Fannar Birgisson með enn einn leikþáttinn
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Algjör klisja en aldrei að segja aldrei í þessum efnum
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Höskuldur Gunnlaugs var erfiður
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Hef bara verið með tvo í meistaraflokki og báðir reynst mér vel. Dean og Bjarni Jó, mjög ólíkir en mikið passion
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Gummi Tyrfings er ekkert í þessu til að eignast vini og hef ég fundið fyrir því. Sáum það seinast í Mjólkinni um daginn
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Steven Gerrard
Sætasti sigurinn: Enginn einn sem er eitthvað ofur sætur en fyrsti leikur í deild 2022 á móti HK í kórnum var sætur, mikið fyrir augað sú veisla og endaði 2-3
Mestu vonbrigðin: Falla úr Lengju 2023 á einu marki var og er þungt
Uppáhalds lið í enska: Liverpool
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Kannski frekar boring svar en væri til í að spila með Gylfa Sig
Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Eysteinn Ernir Sverrisson
Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Það er sjarmi yfir Tobias Thomsen í Blikum
Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Það er kærastan mín hún Áslaug Dóra
Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Messi fær þetta
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Að legghlífar væru ekki must
Uppáhalds staður á Íslandi: Varmadalur, rétt hjá Hellu. Fjölskyldan með útilegusvæði þar sem er mikið notað
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ekki beint í leik en þegar við vorum mættir á Ólafsvík í fyrrasumar og það var galið rok þar og enginn leikur, beint heim suður og mæta aftur 48 tímum seinna. Þetta var áhugaverð upplifun og menn tóku misvel í þetta
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei ég er frekar liðlegur með þetta en ég borða yfirleitt það sama á leikdögum, og svo er það alltaf banani fyrir leik
Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, mikið með körfunni og aðeins handboltanum og svo risamótin í golfi
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Ég er alltaf að breyta til en núna er ég í adidas x speedflow
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Fínn námsmaður en einhvern veginn reyndist norræn goðafræði mér erfið, fall er fararheill þar.
Vandræðalegasta augnablik: Verður að vera 9-0 tapið á móti Aftureldingu 2023, er ennþá að reyna átta mig á þeim degi
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Aron Einarsson, Óskar Wasilewski og Stefán Þór Ágústsson kæmu yfir í einhverja veislu og myndum við fara yfir málin. Góð blanda af skynsemi og rugli þarna
Bestur/best í klefanum og af hverju: Reynir Freyr Sveinsson fær þessa nafnbót, tikkar í mörg box
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Ég væri til í að sjá Ívan Breka í Love Island að leika listir sínar
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ekkert sem mér dettur í hug, lélegt
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Nacho Gil og Frosti deila þessu, báðir mjög skemmtilegir og vel ruglaðir. Síðan eru þeir alltaf með góðar sögur sem hægt er að hrista hausinn yfir.
Hverju laugstu síðast: Líklega að þjálfarateyminu að ég væri orðinn 100% heill, þeir voru fljótir að lesa mig
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun eins og líklega allir segja, sérstaklega þegar Dean var með þær
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Væri til í að spurja Rory litla Mcillroy út í golf sveifluna mína
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Hlakka til að sjá ykkur á vellinum í sumar og vonandi getum við gert einhverja veislu úr þessu
Athugasemdir