Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   mán 23. maí 2022 23:49
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Kristján Guðmunds: Virðumst vera að spila við þau lið í hverri umferð sem eru efst
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar í Bestu deild kvenna kom í viðtal eftir 3-1 sigur Stjörnunnar á Selfossi í 6. umferð Bestu deildar kvenna. 

„Mér finnst heilt yfir bara bæði liðin spila fínt og reyndu að halda í sín gildi í sínum leik og svona hann verður hægur stundum leikurinn en það er bara uppleggið hjá liðunum en hálffæri og svo inn á milli komu mjög góð færi sem að við loksins nýttum."


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  1 Selfoss

Varðandi upplegið fyrir leikinn hafði Kristján þetta að segja, 

„Það var að finna, í uppspilinu þeirra frá markinu, það var að finna línuna, hvar við ættum að byrja mæta þeim, það var svona föndrið í leiknum og margt gekk vel, við unnum marga bolta á þeirra vallarhelmingi þannig að það gekk ágætlega. Það var svona fyrst og fremst það sem við vilfum hafa í lagi og svo að nýta glufurnar í vörninni, þegar við myndum vinna boltann, hratt. 

Fyrir leikinn í kvöld hafði Selfoss ekki tapað leik og Stjarnan því fyrsta liðið til þess að leggja Selfoss í sumar. 

„Núna spiluðum við við Selfoss sem að, eins og þú sagðir, taplaust og voru í öðru sæti. Næst er það Þróttur sem er komið á toppinn þannig að við erum að fara bara í svona jafna leiki held ég bara á næstu vikum þar til við förum í hvíldina.". 

Viðtalið við má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner