Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar í Bestu deild kvenna kom í viðtal eftir 3-1 sigur Stjörnunnar á Selfossi í 6. umferð Bestu deildar kvenna.
„Mér finnst heilt yfir bara bæði liðin spila fínt og reyndu að halda í sín gildi í sínum leik og svona hann verður hægur stundum leikurinn en það er bara uppleggið hjá liðunum en hálffæri og svo inn á milli komu mjög góð færi sem að við loksins nýttum."
Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 1 Selfoss
Varðandi upplegið fyrir leikinn hafði Kristján þetta að segja,
„Það var að finna, í uppspilinu þeirra frá markinu, það var að finna línuna, hvar við ættum að byrja mæta þeim, það var svona föndrið í leiknum og margt gekk vel, við unnum marga bolta á þeirra vallarhelmingi þannig að það gekk ágætlega. Það var svona fyrst og fremst það sem við vilfum hafa í lagi og svo að nýta glufurnar í vörninni, þegar við myndum vinna boltann, hratt.
Fyrir leikinn í kvöld hafði Selfoss ekki tapað leik og Stjarnan því fyrsta liðið til þess að leggja Selfoss í sumar.
„Núna spiluðum við við Selfoss sem að, eins og þú sagðir, taplaust og voru í öðru sæti. Næst er það Þróttur sem er komið á toppinn þannig að við erum að fara bara í svona jafna leiki held ég bara á næstu vikum þar til við förum í hvíldina.".
Viðtalið við má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.