Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mán 23. maí 2022 09:50
Elvar Geir Magnússon
McClaren og Van der Gaag staðfestir sem aðstoðarmenn Ten Hag
Erik ten Hag í stúkunni í gær. Við hlið hans sat Van der Gaag.
Erik ten Hag í stúkunni í gær. Við hlið hans sat Van der Gaag.
Mynd: EPA
Steve McClaren og Mitchell van der Gaag hafa verið ráðnir sem aðstoðarmenn Erik ten Hag hjá Manchester United.

Þeir unnu með Ten Hag í hollenska boltanum; McClaren hjá Twente og Van der Gaag hjá Ajax.

Allir þrír voru í stúkunni þegar United tapaði gegn Crystal Palace í lokaumferðinni á sunnudag.

McClaren hrósar vinnusemi Ten Hag. „Styrkleiki hans liggur ekki bara í nákvæmninni og skipulaginu. Hann er með skýra hugsjón um hvernig hann vill að liðið spili og umhverfinu sem hann vill skapa," segir McClaren.

McClaren var aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson hjá United 1999-2001.
Athugasemdir
banner
banner