Julio Enciso er gríðarlega efnilegur leikmaður Brighton en hann er sagður vera undir smásjá Manchester City.
Þessi 19 ára gamli Paragvæi gekk til liðs við Brighton síðasta sumar frá Libertad í heimalandinu. Hann hefur leikið 24 leiki og skorað 3 mörk í búningi Brighton.
Pedro Aldave umboðsmaður Enciso veit af áhuga City en segir Enciso að halda sér á jörðinni.
„Ég sá þetta með Manchester City en þeir hafa nú þegar fylgst með honum þegar hann var hjá Libertad. Hann verður að halda fótunum á jörðinni og tryggja stöðu sína í byrjunarliðinu. Hann er öðruvísi og þeir hafa alltaf fylgst með honum," sagði Pedro Aldave.
Athugasemdir